Hornstrandaferð í sumar

gönguleiðin á Hornströndum

Ferðafélagið Filippus hefur ákveðið að fara á Hornstrandir í sumar. Þessi ferð verður í léttari kantinum með smá þrældómi annað slagið.

Við munum fá far hjá honum Reimari á Freyjunni en hann mun skutla okkur í Bolungarvík. Þaðan ætlum við að rölta yfir í Smiðjuvíkina þar sem við reysum tjaldbúðir og gistum um nóttina.

Dagur tvö verður pínu þyngri. Þá göngum við um 15 km leið fyrir Rauðaborg um Drífandisdal, Almenninga Eystri, yfir Axarfjallið og gegnum Kýrskarðið niður í Hornvík. Við ætlum að tjalda við Höfn en eftir þennan dag þurfum við ekki að bera bakpokana okkar meir. Í Hornvíkinni munu bíða okkar vistir þannig að um kvöldið verður grillað, drukkið rauðvín og dansað og sungið fram á rauða nótt.

Morguninn eftir eða þegar fólk raknar úr rotinu munum við ganga Hornvíkina og fara á Horn og Hornbjarg, kíkja svo í bakaleiðinni á Jörund og kannski að einhverjir ofurhugar fari á Kálfatindinn.

Á fjórða degi röltum við kannski út að Fjöl en svo kemur Reimar og sækir okkur um hádegisbil og skilar okkur aftur á Norðurfjörð þar sem bílarnir bíða okkar.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásta Ágústsdóttir

Höfundur

Ferðafélagið Filippus
Ferðafélagið Filippus
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • IMG 6038
  • IMG 6037
  • IMG 6035
  • IMG 6031
  • IMG 6025

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband