Færsluflokkur: Ferðalög
22.7.2008 | 11:32
Aðeins tveir dagar!
Jæja, nú eru aðeins tveir dagar þangað til við förum. Það eru nokkrir sem komast ekki með þannig að við verðum 15 saman.
Súsanna ætlar að stjórna söngi; hún er búin að útbúa textahefti fyrir okkur og ætlar að taka klarínettið með til að spila undir! Þetta verður meiriháttar!
Ef einhver lumar á góðum sögum, bröndurum eða ljóðum, þá endilega takið með.
Veðurspáin er líka mjög fín, þótt það verði kannski ekki steikjandi sól allan tímann, þá verður allavega hlýtt og milt veður. Bara að ísbjörnin sýni sig ekki :)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 21:37
Ferðatilhögun
Nú styttist í ferðina, það eru bara 16 dagar þangað til við förum og ferðatilhögun verður þannig:
24. júlí kl 10:00 fer báturinn frá Norðurfirði til Bolungavíkur
27. júlí kl 12 eða 13 sækir báturinn okkur í Hornvík og skilar okkur aftur í Norðurfjörð.
Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf senda okkur e-mail á zbasta@simnet.is
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2008 | 20:53
Gátlisti
Þessi gátlisti er fengin af heimasíðu Ferðafélagsins og er ágætur til viðmiðunar um útbúnað í ferðina.
Matur
Frostþurrkaður matur
Núðlur eða pasta í pokum
Flatkökur (smurðar)
Brauð (smurt)
Hrökkbrauð
Kex
Þurrkaðir ávextir
Súkkulaði
Hnetur
Þurrdjús /orkurdrykkur
Kakóbréf
Te / kaffi
Súpur
(Krydd; salt, pipar o.fl.)
Snyrtivörur/sjúkravörur
Salernispappír
Tannbursti
Tannkrem
Sápa /sjampó
(Rakvél)
Lítið handklæði / þvottapoki
Sólvarnarkrem / sólaráburður
Hælsærisplástur / plástur
Skæri (eru oft í vasahnífum)
Verkjalyf
Teygjubindi
(Eyrnatappar)
Mataráhöld / eldunartæki
Eldunartæki / eldsneyti
Pottur
Eldspýtur
Hitabrúsi
Drykkjarbrúsi
Diskur / drykkjarmál
Hnífapör
Vasahnífur
(Uppþvottalögur/bursti/klemmur)
Fatnaður
Góðir gönguskór
Vaðskór, t.d. tevur eða laxapokar
2 pör mjúkir göngusokkar
Nærbuxur
Nærföt, ull eða flís
Flís- eða ullarpeysa
Milliskyrta, ull eða flís
Göngubuxur
Stuttbuxur
Húfa og vettlingar
Hlífðarfatnaður, regnheldur og andandi
(Legghlífar)
Almennt
Bakpoki, ekki of stór
Svefnpoki, léttur og hlýr
Bakpokahlíf/plastpokar
Tjald/dýna
Ýmislegt
Göngustafir
Áttaviti /landakort
Myndavél / filmur
Skotsilfur / veski
Höfuðljós
Spotti / viðgerðasett.
(Koddaver)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 14:07
Góð mæting á Mílanó
Við hittumst á Café Mílanó og ræddum ferðina, ferðatilhögun og fleira.
Það var ákveðið að við Balli myndum sjá um að kaupa í grillveisluna okkar og allir sáttir við að fá læri og tilheyrandi (hvað annað)
Bátsferðirnar verðar svona: við verðum sótt á Norðurfjörð kl 10:00 á fimmtudagsmorguninn 24. júlí og okkur siglt inn í Bolungarvík. Á Sunnudeginum verðum við sótt um kl 12 á hádegi og okkur skilað aftur á Norðurfjörð. Báturinn fer með vistir fyrir okkur í Hornvík á föstudag, þannig að við getum sent okkur pakka. Við ætlum að láta hann skutla samkomutjaldi og grillveislunni þangað og ef fólk vill láta senda sér einhvern pakka þá verður bara að passsa að öllu sé nógu vel pakkað þannig að refurinn fari ekki í hann eða hann skemmist ekki í bleytu.
Við ætlum að setja inn lista v/föt og vistir inn á síðuna eftir helgi.
bestu kveðjur,
Filippusingar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 12:46
Hópurinn hittist - tilkynning - allir eiga að mæta
Hópurinn ætlar að hittast í Kaffi Mílanó í skeifunni miðvikudaginn 2. júlí kl 20:00.
Þar ætlum við að fara yfir helstu atriði ferðarinnar, ræða matseðil og það sem fólk vill spyrja um.
Endilega mætið og látið þetta berast.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 22:40
æfingagöngur
í myndamöppunni eru myndir úr þeim ferðum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 08:59
20 manns búnir að skrá sig
Nú er hópurinn okkar orðinn ansi stór. Við verðum 20-23 saman.
Ég hvet alla til að byrja að æfa sig því það er hundleiðinlegt að vera í lélegu formi í svona ferð. Og besta leiðin til að æfa sig fyrir Hornstrandir er að ganga á fjöll. Ekki labba bara á malbiki það kemur okkur ekki í rétt form. Ég hef prófað það og það var ekki að gera sig.
Ég set verðupplýsingar inn fljótlega.
Bestu kveðjur,
Filippus
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2008 | 16:43
Hornstrandaferð í sumar

Ferðafélagið Filippus hefur ákveðið að fara á Hornstrandir í sumar. Þessi ferð verður í léttari kantinum með smá þrældómi annað slagið.
Við munum fá far hjá honum Reimari á Freyjunni en hann mun skutla okkur í Bolungarvík. Þaðan ætlum við að rölta yfir í Smiðjuvíkina þar sem við reysum tjaldbúðir og gistum um nóttina.
Dagur tvö verður pínu þyngri. Þá göngum við um 15 km leið fyrir Rauðaborg um Drífandisdal, Almenninga Eystri, yfir Axarfjallið og gegnum Kýrskarðið niður í Hornvík. Við ætlum að tjalda við Höfn en eftir þennan dag þurfum við ekki að bera bakpokana okkar meir. Í Hornvíkinni munu bíða okkar vistir þannig að um kvöldið verður grillað, drukkið rauðvín og dansað og sungið fram á rauða nótt.
Morguninn eftir eða þegar fólk raknar úr rotinu munum við ganga Hornvíkina og fara á Horn og Hornbjarg, kíkja svo í bakaleiðinni á Jörund og kannski að einhverjir ofurhugar fari á Kálfatindinn.
Á fjórða degi röltum við kannski út að Fjöl en svo kemur Reimar og sækir okkur um hádegisbil og skilar okkur aftur á Norðurfjörð þar sem bílarnir bíða okkar.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ásta Ágústsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar